30 ára Heiðdís ólst upp í Kópavogi þar sem hún býr enn. Hún fór í Fjölbrautaskólann í Garðabæ og útskrifaðist þaðan 2012 og hóf þá nám í Háskóla Íslands í félagsfræði. Eftir útskriftina fór hún að vinna hjá Samgöngustofu og var þar allt þar til í fyrra þegar hún hóf störf hjá Icelandair

30 ára Heiðdís ólst upp í Kópavogi þar sem hún býr enn. Hún fór í Fjölbrautaskólann í Garðabæ og útskrifaðist þaðan 2012 og hóf þá nám í Háskóla Íslands í félagsfræði. Eftir útskriftina fór hún að vinna hjá Samgöngustofu og var þar allt þar til í fyrra þegar hún hóf störf hjá Icelandair. Hún hefur áhuga á handavinnu og útihlaupum og er virk í félagsstarfi, er ritari Sambands ungra Framsóknarmanna og er einnig formaður Jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar. „Þetta er mjög skemmtilegt félagsstarf og fyrir utan félagsmálin er það helst samvera með vinum og fjölskyldunni, enda er ég með tvö lítil börn.“

Fjölskylda Eiginmaður Heiðdísar er Örn Ottesen Arnarson sölumaður, f. 1993, og þau eiga börnin Huldísi Vallý Ottesen Arnardóttur, f. 2018, og Arnar Eirík Ottesen Arnarson, f. 2021. Foreldrar Heiðdísar eru hjónin Geir Þórðarson, f. 1953, og Huldís Ásgeirsdóttir, f. 1954. Þau búa í Kópavogi.