1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be2 Bg7 7. 0-0 0-0 8. Bg5 Rc6 9. Rb3 b6 10. f4 Bb7 11. Bf3 Hc8 12. Rd5 Rxd5 13. exd5 Ra5 14. c3 Rxb3 15. axb3 a5 16. De1 He8 17. Dh4 b5 18. f5 gxf5 19. Hae1 Db6+ 20. Be3 Dc7 21. Be2 e6 22. Bxb5 Bxd5 23. Bxe8 Hxe8 24. Bh6 Dd8 25. Dg3 Df6
Staðan kom upp í opnum flokki á Evrópumeistaramóti landsliða í öldungaflokki (50+) sem lauk fyrir skömmu í Terme Catez í Slóveníu. Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2.453) hafði hvítt gegn þýska alþjóðlega meistaranum Christof Sielecki (2.453). 26. Hxf5! Dxh6 svartur hefði orðið mát eftir 26. … Dxf5 27. Dxg7# sem og eftir 26. … exf5 27. Hxe8#. 27. Hxd5! og svartur gafst upp. Jóhann fékk hvorki fleiri né færri en sjö vinninga af átta mögulegum á fyrsta borði. Meistaramót Skákskóla Íslands hefst næstkomandi föstudag, sjá skak.is.