Ungmennafélagið Fjölnir á í fjárhagserfiðleikum og nýtur félagið nú liðsinnis Íþróttabandalags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar til að laga stöðuna. Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri ÍBR staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær
Ungmennafélagið Fjölnir á í fjárhagserfiðleikum og nýtur félagið nú liðsinnis Íþróttabandalags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar til að laga stöðuna. Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri ÍBR staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær. „Við hjá ÍBR og Reykjavíkurborg erum að reyna að hjálpa til við að finna út leiðir til þess að rétta úr kútnum,“ sagði Frímann Ari en Fjölnir er eitt stærsta íþróttafélag landsins með ellefu deildir.