Skaftfell Celia Harrison var nýlega ráðin sem listrænn stjórnandi.
Skaftfell Celia Harrison var nýlega ráðin sem listrænn stjórnandi.
Sýningin Heiðin hefur verið opnuð í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin, sem stendur til 8. júní, er sú fyrsta í nýrri sýningaröð sem nýráðinn listrænn stjórnandi, Celia Harrison, hefur skipulagt

Sýningin Heiðin hefur verið opnuð í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin, sem stendur til 8. júní, er sú fyrsta í nýrri sýningaröð sem nýráðinn listrænn stjórnandi, Celia Harrison, hefur skipulagt. Samanstendur sýningin af nýlegum ljósmyndum og myndböndum eftir kanadíska ljósmyndarann Jessicu Auer sem búsett er á Seyðisfirði.

Þá segir í tilkynningu að Heiðin kanni sögu og þróun þjóðvegar 93, hæsta fjallvegar á Íslandi og einu landleiðarinnar til og frá Seyðisfirði. „Heiðin leitast við að skrásetja þá veigamiklu samgöngubyltingu í gegnum mismunandi miðla; kvikmyndun, ljósmyndun sem og að tefla fram frásögnum frá undanförnum árum.“