Norður
♠ G75
♥ ÁD9764
♦ 1043
♣ 6
Vestur
♠ D1098642
♥ G
♦ ÁK94
♣ 8
Austur
♠ 3
♥ 83
♦ DG872
♣ D10754
Suður
♠ ÁK
♥ K1052
♦ 6
♣ ÁKG932
Suður spilar 5♣ dobluð.
Landslið Íslands í opna flokknum gerði sér ferð til Hollands um síðustu helgi til að spila æfingaleik við ríkjandi Evrópumeistara. Er það liður í undirbúningi EM, sem verður í Danmörku í næsta mánuði. Spiluð voru 144 spil á þremur dögum og allt sýnt á á BBO. Hér fengu keppendur erfiða sagnæfingu: Suður opnar á Standard-laufi og vestur hindrar í 4♠ – pass og pass. Hvað nú?
Stefán Jóhannsson og Danny Molinaar kusu að dobla og þar enduðu sagnir. Fuglarnir eru svolítið hissa á passi norðurs við doblinu, en eins og Óskar ugla segir, fullur samúðar: „Hvernig á norður að vita að sex hjörtu standi á borðinu?“
Sigurbirni Haraldssyni leist ekki á doblið – gat ekki hugsað sér að fá 5♦ frá makker ofan í einspilið og sagði 5♣. Agað pass frá Magnúsi Magnússyni í norður og vandhugsað dobl frá Guy Mendes í austur. Einn niður.