Norður ♠ G985 ♥ G84 ♦ ÁK ♣ KG72 Vestur ♠ D4 ♥ Á10962 ♦ 85 ♣ Á1064 Austur ♠ 1076 ♥ K7 ♦ 109832 ♣ 853 Suður ♠ ÁK32 ♥ D53 ♦ DG74 ♣ D9 Suður spilar 3G

Norður

♠ G985

♥ G84

♦ ÁK

♣ KG72

Vestur

♠ D4

♥ Á10962

♦ 85

♣ Á1064

Austur

♠ 1076

♥ K7

♦ 109832

♣ 853

Suður

♠ ÁK32

♥ D53

♦ DG74

♣ D9

Suður spilar 3G.

„Nú loksins skil ég þessa reglu.“ Spil frá æfingaleik Íslands og Hollands var til umræðu á fuglaþingi – 3G, þrátt fyrir 4-4-fitt í spaða. „Látum það vera,“ segir Óskar ugla. „Mér finnst hins vegar að Hollendingurinn hefði átt að vinna spilið.“

Sigurbjörn Haraldsson kom út með ♥6 (fjórða hæsta) og Magnús Magnússon drap á kóng og spilaði ♥7 um hæl. Bessi lét níuna og blindur átti slaginn. Nú vinnst samningurinn með því að taka ♦ÁK og toppa spaðann en Bob Drijver valdi að spila laufi og fór niður.

Á öðru borði kom út ♥10 – annað frá brotinni röð. Lítið úr blindum og LÍTIÐ frá Tim Verbeek í austur! Stífla og unnið spil. Af hverju lítið hjarta? Jú, það er betra ef vestur á drottninguna. Gömul útspilsregla rifjaðist upp fyrir Óskari: að spila öðru hæsta frá „smábrotinni“ röð (D109) en þriðja frá „stórbrotinni“ (Á109). „Ekki svo vitlaust.“