EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að orðalag skilmála í lánssamningum banka með breytilegum vöxtum á Íslandi sé ekki gegnsætt. Almennir neytendur verði með fullnægjandi fyrirsjáanleika að geta áttað sig á þeim skilyrðum og þeirri…

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að orðalag skilmála í lánssamningum banka með breytilegum vöxtum á Íslandi sé ekki gegnsætt. Almennir neytendur verði með fullnægjandi fyrirsjáanleika að geta áttað sig á þeim skilyrðum og þeirri málsmeðferð sem liggur til grundvallar vaxtabreytingum. Þetta kemur fram í dómum sem kveðnir voru upp í gær. Um er að ræða mál Birgis Þórs Gylfasonar og Jórunnar S. Gröndal gegn Landsbankanum, mál Elvu Daggar Sverrisdóttur og Ólafs Viggós Sigurðssonar gegn Íslandsbanka og mál Neytendastofu gegn Íslandsbanka.

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir úrskurðinn sérstaklega mikilvægan í ljósi þeirra miklu vaxtahækkana sem vofa yfir neytendum. Nú sé aðeins beðið eftir því að héraðsdómur felli dóm. „Við erum stórkostlega ánægð með þetta,“ segir Breki.