Njarðvík Einar Árni Jóhannsson stýrir kvennaliði Njarðvíkur.
Njarðvík Einar Árni Jóhannsson stýrir kvennaliði Njarðvíkur. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Einar Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Tekur hann við starfinu af Rúnari Inga Erlingssyni, sem lét af störfum til þess að taka við sem þjálfari karlaliðs Njarðvíkur líkt og Morgunblaðið skýrði frá í síðustu viku

Einar Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Tekur hann við starfinu af Rúnari Inga Erlingssyni, sem lét af störfum til þess að taka við sem þjálfari karlaliðs Njarðvíkur líkt og Morgunblaðið skýrði frá í síðustu viku. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það,“ sagði Einar Árni í tilkynningu Njarðvíkur.