Varmá Aron Pálmarsson sækir að marki Aftureldingar í fyrrakvöld.
Varmá Aron Pálmarsson sækir að marki Aftureldingar í fyrrakvöld. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Ljóst er að minnst fjóra leiki þarf til að útkljá einvígi Aftureldingar og FH um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik eftir að FH vann annan leik liðanna í Mosfellsbæ í fyrrakvöld, 28:27. Staðan er því 1:1 og liðin mætast í þriðja sinn í Kaplakrika á sunnudagskvöldið

Ljóst er að minnst fjóra leiki þarf til að útkljá einvígi Aftureldingar og FH um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik eftir að FH vann annan leik liðanna í Mosfellsbæ í fyrrakvöld, 28:27.

Staðan er því 1:1 og liðin mætast í þriðja sinn í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Úrslitin geta því í fyrsta lagi ráðist næsta miðvikudagskvöld, 29. maí, þegar fjórði leikur liðanna fer fram í Mosfellsbæ en verði staðan enn jöfn eftir hann mætast þau í oddaleik í Kaplakrika sunnudaginn 2. júní.

Aron Pálmarsson sneri aftur á völlinn í fyrrakvöld eftir meiðsli og gerði gæfumuninnn fyrir FH-inga. Hann skoraði sex mörk en þeir Símon Michael Guðjónsson og Jóhannes Berg Andrason sjö hvor. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu, og er því kominn með samtals 20 mörk í einvíginu, og Blær Hinriksson skoraði fimm mörk.