Tjáning Robinson segir flamenco túlka tilfinningar sem við upplifum öll.
Tjáning Robinson segir flamenco túlka tilfinningar sem við upplifum öll.
Flamenco-hópurinn Imperfecto Collective, sem hefur aðsetur í Helsinki, er staddur hér á landi og mun bjóða upp á sýninguna Northern Pulse í kvöld og á morgun, 24. og 25. maí, klukkan 20 í Tjarnarbíói en hópurinn samanstendur af listamönnum víðs vegar að úr heiminum

Flamenco-hópurinn Imperfecto Collective, sem hefur aðsetur í Helsinki, er staddur hér á landi og mun bjóða upp á sýninguna Northern Pulse í kvöld og á morgun, 24. og 25. maí, klukkan 20 í Tjarnarbíói en hópurinn samanstendur af listamönnum víðs vegar að úr heiminum.

„Ég stofnaði hópinn 2016 og við höfum verið að setja upp alls kyns sýningar. Hugmyndin að þessari sýningu var hins vegar sú að þessi hópur flamenco-listamanna, sem vinna allir á Norðurlöndunum, myndi hittast og skapa eitthvað saman. Sýningin er því afrakstur þeirrar hugmyndavinnu,“ segir Elina Robinson, dansari og listrænn stjórnandi hópsins.

Northern Pulse skoðar hvernig hið norræna tengist flamenco. Sýningin virðir að sjálfsögðu upprunalegu flamenco-hefðina án þess þó að líkja alveg eftir henni. Við setjum okkar brag, reynslu, persónuleika og fjölbreytni í verkið. Eins og norræna náttúru, þjóðsögu, menningu og það sem tengist okkar uppruna,“ segir hún og bætir því við að töfrarnir gerist þegar listamenn fái að setja sína eigin rödd í verkin og koma með hugmyndir. „Flamenco túlkar tilfinningar sem við upplifum öll í lífinu, sama hvaðan við erum.“