Deildir Rauða krossins á Íslandi sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið sameinaðar. Til var deild fyrir Reykjavík og svo önnur sem sinnti Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Nú verða kraftar starfs þeirra sameinaðar og vænst er að það auki skilvirkni í starfi

Deildir Rauða krossins á Íslandi sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið sameinaðar. Til var deild fyrir Reykjavík og svo önnur sem sinnti Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Nú verða kraftar starfs þeirra sameinaðar og vænst er að það auki skilvirkni í starfi.

Nýja deildin mun vinna að skaðaminnkunarverkefnum Frú Ragnheiðar og Ylju auk þess að sinna margvíslegri félagslegri aðstoð, svo sem vinaverkefnum, félagsstarfi fyrir hælisleitendur og flóttafólk og aðstoð við fyrrverandi fanga eftir afplánun. Þessi nýja deild verður því með mörg og stór verkefni á sinni könnu, segir í tilkynningu. sbs@mbl.is