Tvenna Auður Helga Halldórsdóttir og Embla Dís Gunnarsdóttir fagna öðru af tveimur mörkum þeirrar fyrrnefndu í sigri Selfoss á ÍR í gær.
Tvenna Auður Helga Halldórsdóttir og Embla Dís Gunnarsdóttir fagna öðru af tveimur mörkum þeirrar fyrrnefndu í sigri Selfoss á ÍR í gær. — Ljósmynd/Guðmundur Karl
Fram er áfram á toppnum í 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir útisigur á ÍA, 2:0, í 3. umferð deildarinnar í gær. Alda Ólafsdóttir skoraði bæði mörk Framara. Afturelding, sem er í öðru sæti með jafnmörg stig, fékk Grindavík í heimsókn í Mosfellsbæinn og vann með minnsta mun, 1:0

Fram er áfram á toppnum í 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir útisigur á ÍA, 2:0, í 3. umferð deildarinnar í gær. Alda Ólafsdóttir skoraði bæði mörk Framara.

Afturelding, sem er í öðru sæti með jafnmörg stig, fékk Grindavík í heimsókn í Mosfellsbæinn og vann með minnsta mun, 1:0. Harpa Karen Antonsdóttir skoraði sigurmark Aftureldingar.

Selfoss, sem féll úr Bestu deildinni á síðasta ári, vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið lagði ÍR að velli, 3:1, á Selfossi. Auður Helga Halldórsdóttir skoraði tvívegis fyrir Selfoss auk þess sem Katrín Ágústsdóttir komst á blað. Linda Eshun skoraði mark ÍR.

ÍBV, sem einnig féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili, situr á botninum án stiga eftir að hafa tapað fyrir Gróttu, 1:3, í Vestmannaeyjum. Lovísa Davíðsdóttir Scheving skoraði tvennu fyrir Gróttu og Díana Ásta Guðmundsdóttir skoraði eitt mark. Olga Sevcova skoraði mark ÍBV.