[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vel sniðinn dragtarjakki, helst einu númeri of stór, bjargar þér frá norðanáttinni og fer vel yfir sumarlegan kjól eða víðar gallabuxur.

Á tískupöllunum fyrir sumarið var flest látlaust, litir daufir og mynstrin fjarri því að vera æpandi. En þó kemur alltaf meiri litagleði með sumrinu og ekki veitir af hér á landi. Litir eins og hvítur, silfur, gull, kirsuberjarauður og nokkrar útgáfur af gulum verða áberandi í sumar. Margir munu svo gleðjast yfir því að kögur sást hjá stóru tískuhúsunum eins og Prada, Gucci og Rabanne sem er vísun í kúrekatískuna sem hefur verið vinsæl undanfarið. Þú kemst langt með það sem er sennilega í fataskápnum nú þegar, eins og hvítur stuttermabolur, gallaefni, flatbotna ballerínuskór, smá af rauðu og taska sem getur geymt allt það helsta.

Höf.: Edda Gunnlaugsdóttir |