Tónverkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen verður flutt á tónleikum í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 25. maí, kl. 17. Flytjandi er Kvennakórinn Embla ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni

Tónverkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen verður flutt á tónleikum í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 25. maí, kl. 17. Flytjandi er Kvennakórinn Embla ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni. Stjórnandi er Roar Kvam.

Arnesen (f. 1980) samdi verkið Tuvayhun (Blessun í særðum heimi) árið 2018 en verkið „fer með okkur í ferðalag djúpra tilfinninga og mannlegra aðstæðna“, eins og það er orðað í tilkynningu.