Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar segir að ekki þurfi að undanskilja Seðlabanka Íslands frá gildissviði boðaðrar lagasetningar stjórnvalda um slit á ógjaldfærum aðilum. Það á til að mynda við um fjárhagsvanda og yfirvofandi gjaldþrot Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs)

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar segir að ekki þurfi að undanskilja Seðlabanka Íslands frá gildissviði boðaðrar lagasetningar stjórnvalda um slit á ógjaldfærum aðilum. Það á til að mynda við um fjárhagsvanda og yfirvofandi gjaldþrot Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs).

Seðlabankinn benti á í umsögn sinni um lögin, sem ViðskiptaMogginn fjallaði um í apríl, að það yrði að lagfæra frumvarpið á þann veg að bankinn yrði með skýrum hætti undanskilinn gildissviði laganna, þar sem hann taldi það mikilvægt að tryggja að aldrei væri neinn möguleiki fyrir hendi að bankanum yrði slitið með þeim hætti sem kveðið var á um í fyrirliggjandi framvarpi.

Bankinn taldi einnig að yrði frumvarpið óbreytt að lögum gæti það haft neikvæð áhrif á trúverðugleika bankans við að sinna lögbundnum hlutverkum. Meirihluti nefndarmanna tekur undir þau sjónarmið en bendir hins vegar á að um bankann gilda sérstök lög og ef það standi til að slíta honum yrði það gert á grundvelli þeirra laga. arir@mbl.is