Blóðvöllur er ónotalegt orð og merkingin líka: sláturstaður utanhúss, staður þar sem búfé var leitt til slátrunar og skorið. Í Þjóðólfi 22/11 1865 segir af „almennu verðlagi á kjöti á blóðvelli hér í Reykjavík“

Blóðvöllur er ónotalegt orð og merkingin líka: sláturstaður utanhúss, staður þar sem búfé var leitt til slátrunar og skorið. Í Þjóðólfi 22/11 1865 segir af „almennu verðlagi á kjöti á blóðvelli hér í Reykjavík“. En það er líka notað um vígvelli: „Byltingar og stórveldastríð geisa á blóðvöllum álfunnar“; Réttur 1950.