Egilshöll Guðmundur Karl skoraði fyrsta mark Fjölnis í gærkvöldi.
Egilshöll Guðmundur Karl skoraði fyrsta mark Fjölnis í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Fjölnir tyllti sér á topp 1. deildar karla í knattspyrnu með því að leggja Þrótt úr Reykjavík að velli, 3:1, í fyrsta leik fjórðu umferðar í Egilshöll í Grafarvogi í gærkvöldi. Fjölnir er á toppnum með tíu stig, einu meira en Njarðvík í öðru sæti, sem á leik til góða

Fjölnir tyllti sér á topp 1. deildar karla í knattspyrnu með því að leggja Þrótt úr Reykjavík að velli, 3:1, í fyrsta leik fjórðu umferðar í Egilshöll í Grafarvogi í gærkvöldi.

Fjölnir er á toppnum með tíu stig, einu meira en Njarðvík í öðru sæti, sem á leik til góða.

Mörk Fjölnis skoruðu þeir Guðmundur Karl Guðmundsson, Axel Freyr Harðarson og Máni Austmann Hilmarsson úr vítaspyrnu. Izaro Abella skoraði mark Þróttar eftir að Fjölnir hafði komist í 3:0.