Þeir hafa skipst á vísum um forsetakjör hér í Vísnahorni Páll Bjarnason og Hjörtur Pálsson. Hér svarar Hjörtur Páli: Þó að Páll minn hafi hrís í hendi og að mér sveigi stjarna Höllu Hrundar rís hátt á sigurvegi

Þeir hafa skipst á vísum um forsetakjör hér í Vísnahorni Páll Bjarnason og Hjörtur Pálsson. Hér svarar Hjörtur Páli:

Þó að Páll minn hafi hrís

í hendi og að mér sveigi

stjarna Höllu Hrundar rís

hátt á sigurvegi.

Þorvaldur Guðmundsson skrifaði mér á miðvikudag: Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin í Sikileyjarferð þar sem Kristinn R. Ólafsson, bróðir Ása í Bæ, var fararstjóri. Hann fór með ýmislegt skemmtiefni, þar á meðal þrjár limrur sem ég held að hann hafi ort sjálfur, ein var limran um Guðmundu og Ámunda sem þú birtir í Mogganum í morgun. Hinar voru svona:

Það er almenningsálit í sveitinni

að ást séra Marteins á geitinni

honum megi ekki lá

þegar litið er á

hversu lík hún er Jórunni heitinni.

Hún Ingibjörg gamla á Engi

hafði ekki fengið það lengi

en á leið heim af engjum

hún lenti undir drengjum

og lá svo í viku með strengi.

Jóhann Gunnarsson segir svo frá: Upp kom úr hugarfylgsnum limra sem við hjónin settum saman einn sumardag síðdegis fyrir mörgum árum. Hún segir sjálf hvar við vorum og hvað við höfðum fyrir stafni.

Það var eftir því tekið í Hreppunum

hve fljót voru hjúin úr leppunum

sem hjólhýsi lág'í

hjá bústöðum KáÍ

nýkomin úr afdalaskreppunum.

Limran Á kemur í ár stað eftir Hjálmar Freysteinsson með athugasemdinni Galtará ku nú horfin í lón Blönduvirkjunar:

Vandi er nú staðinn að vísa á

hvar velgreidd hjá Jónasi skvísa lá.

Þungbær er skaðinn,

þó mætti í staðinn

greiða þeim lokka við Grísará.

Dagbjartur Dagbjartsson segir frá því að Guðni Eggertsson frá Gerði hafi ort eftir að hann var fluttur til Reykjavíkur:

Ég heillast mun ætíð af hestum og ljóðum

þó hlutskipti mín yrðu tvö.

Ég er uppgjafabóndi af borgfirskum slóðum

í Barmahlíð 37.

Segi svona, segir Ólafur Stefánsson:

Það má kallast helber hneisa

heldur betur þjóðar skaði

ef að lamb og lopapeysa

leiða ekki á Bessastaði.Finn ég bæði frið og rófjarri önnum dagsins.Helst mig núna heillar þóhagur Kaupfélagsins.xVeldi þess og vænleik metvel það kann sitt fagiðalla tíð því áfram getelskað Kaupfélagið.Magnús Halldórsson tíundar það sem er svona almennt séð og heyrt:Eftir margan framboðsfund,fjölmörg dæmin sanna,hve baknag virðist bæta lund,bestu stuðningsmanna.Öfugmælavísan:Blýið er í borinn hent,brennisteinn til veiða,trúi eg oft sé tunglið brennttjörunni maðkar eyða.