Helgi Pétursson formaður LEB hefur óskað eftir því að leiðrétta ummæli sín sem birtust í Morgunblaðinu um fundarbeiðni til Bjarna Benediktssonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar. „Í tilviki Guðmundar Inga varð sá misskilningur okkar megin, að…

Helgi Pétursson formaður LEB hefur óskað eftir því að leiðrétta ummæli sín sem birtust í Morgunblaðinu um fundarbeiðni til Bjarna Benediktssonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar.

„Í tilviki Guðmundar Inga varð sá misskilningur okkar megin, að beiðni hafi verið send á Guðmund Inga, sem var ekki gert og ég biðst afsökunar á þessu. Guðmundur hefur margsinnis rætt málin formlega og óformlega. Í tilviki Bjarna var það misminni mitt að Þórdís Kolbrún hafi verið fjármálaráðherra þeim tíma. Við sendum henni þrjár beiðnir um viðtal en þessum þremur beiðnum var aldrei svarað. Sigurður Ingi veitti ekki viðtal meðan hann gegndi embætti innviðaráðherra,“ segir Helgi.

Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins kemur fram að Sigurði Inga hafi ekki borist beiðni frá samtökunum um viðtal frá því að hann tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í síðasta mánuði.

„Berist slíkt erindi frá félaginu er sjálfsagt að verða við því,“ segir í svari ráðuneytisins.

oskar@mbl.is