Birta Fróðadóttir
Birta Fróðadóttir
Vordagskráin á Gljúfrasteini heldur áfram en í dag, laugardaginn 25. maí, klukkan 14 mun Birta Fróðadóttir bjóða upp á leiðsögn um húsið. Segir í tilkynningu að Birta, sem sé starfandi arkitekt og lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands,…

Vordagskráin á Gljúfrasteini heldur áfram en í dag, laugardaginn 25. maí, klukkan 14 mun Birta Fróðadóttir bjóða upp á leiðsögn um húsið.

Segir í tilkynningu að Birta, sem sé starfandi arkitekt og lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, muni í leiðsögninni beina sjónum að tilurð hússins, hönnun þess og því sérstæða safni hönnunarhúsgagna og listaverka sem menningarheimilið Gljúfrasteinn búi yfir. Þá hafi amma Birtu og alnafna verið innanhússarkitekt og húsgagnasmiður frá Danmörku og Auður Laxness notið dyggrar aðstoðar hennar og vináttu við að skapa innviði hússins á eftirstríðsárunum. Frítt er inn á viðburðinn og allir velkomnir.