List Frá yfirlitssýningu á verkum Haraldar á Kjarvalsstöðum árið 2018.
List Frá yfirlitssýningu á verkum Haraldar á Kjarvalsstöðum árið 2018. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einkasýning með verkum Haraldar Jónssonar, sem ber titilinn Mæling, verður opnuð í dag, föstudaginn 24. maí, klukkan 17 í Berg Contemporary. Þar fæst listamaðurinn við ýmsa miðla

Einkasýning með verkum Haraldar Jónssonar, sem ber titilinn Mæling, verður opnuð í dag, föstudaginn 24. maí, klukkan 17 í Berg Contemporary. Þar fæst listamaðurinn við ýmsa miðla.

„Haraldur er mörgum kunnugur innan íslensks listalífs, en hann hefur sýnt afar víða, bæði hér landi og erlendis. Hann var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2019, auk þess sem hann á farsæla yfirlitssýningu að baki í Listasafni Reykjavíkur 2018, en í byrjun árs mátti einnig sjá verkin hans á völdum auglýsingaskiltum víðsvegar um borgina undir formerkjum verkefnisins Billboard,“ segir m.a. í kynningartexta frá galleríinu.

„Verk Haraldar Jónssonar bera sterkan persónulegan svip og flest verkin eiga það sameiginlegt að breyta upplifun áhorfandans af efninu og umhverfinu,“ segir þar einnig.

„Hann reynir að sýna það sem alla jafna er falið og gefa því form sem venjulega er óformað. Hvert verk kallar því á nýja nálgun við efnið.“