Elín Hall
Elín Hall
Iceland Airwaves kynnti nýverið nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hún fer fram 7.-9. nóvember í miðbæ Reykjavíkur og er miðasala þegar hafin. Meðal þessara nýju flytjenda er rafhljómsveitin…

Iceland Airwaves kynnti nýverið nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hún fer fram 7.-9. nóvember í miðbæ Reykjavíkur og er miðasala þegar hafin.

Meðal þessara nýju flytjenda er rafhljómsveitin Overmono frá Wales, indírokkssveitin The Vaccines frá Englandi, hin kínverska söngkona, lagahöfundur, flytjandi og plötusnúður Alice Longyu Gao, hinn dularfulli breski danstónlistarmaður Lynks sem fer jafnan huldu höfði, kvartettinn English Teacher frá Leeds og hollenska indírokksveitin Personal Trainer. Af öðrum erlendum flytjendum má nefna Benefits, cumgirl8, Lambrini Girls og Wu-Lu.

Íslenskir flytjendur hafa einnig bæst á listann og má þar nefna Gabríel Ólafs, Elínu Hall, GDRN og Hildi.