Afi: „Er gaman í skólanum, Melkorka mín?“ „Já, mjög gaman. En ég hef smá áhyggjur af kennaranum okkar. Hann veit ekki neitt. Hann er alltaf að spyrja okkur um allt!“ Nýjasta atriðið í sirkusnum er þannig að hundur stendur ofan á geit og syngur lagið um litlu fluguna

Afi: „Er gaman í skólanum, Melkorka mín?“ „Já, mjög gaman. En ég hef smá áhyggjur af kennaranum okkar. Hann veit ekki neitt. Hann er alltaf að spyrja okkur um allt!“

Nýjasta atriðið í sirkusnum er þannig að hundur stendur ofan á geit og syngur lagið um litlu fluguna. Forvitinn áhorfandi spyr þjálfarann eftir sýninguna hvort þetta atriði hafi verið gert með brellum! „Já,“ hvíslar þjálfarinn. „Hundurinn kann ekkert að syngja, þannig að geitin syngur fyrir hann!“

Í réttarsal. Dómari við fyrsta sakborninginn af þremur: „Hvað gerðir þú af þér?“ Maður eitt: „Ég henti Steini í ána.“ Dómari: „Það er ekki glæpur! Þú ert frjáls.“ Dómari við annan sakborninginn: „Og hvað gerðir þú af þér?“ Maður tvö: „Ég hjálpaði til við að henda Steini í ána!“ Dómari: „Það er ekki glæpur! Þú ert líka frjáls.“ Dómarinn við þriðja sakborninginn: „Og hvers vegna ert þú hérna?“ Maður þrjú: „Ég er Steinninn! Steinn Jónsson!“