Anna Sigríður Grímsdóttir fæddist 14. júlí 1928. Hún lést 27. apríl 2024.

Útför Önnu fór fram 11. maí 2024.

Bernskunnar vortími ljúfi leið,

alltof fljótt mér frá,

en ég fagra á,

minning sem lifir æ hrein og heit,

þó að syrti til,

þá ég syngja vil.

Ramóna, ég heyri til þín hvar ég fer.

Ramóna, þinn glaði söngur fylgi mér,

er klukkurnar hljóma

og kvöldsins boða ró og frið,

þá heyri ég óma, af horfna tímans ljúfa nið.

Ramóna, þú ein minn allan huga átt,

Ramóna, þér víg’ég hvern minn hjartaslátt,

og alltaf, allt bros mitt skaltu eiga ein,

Ramóna, Ramóna, þú ein.

(Þorsteinn Gíslason)

Elskuleg frænka mín Anna Grímsdóttir hefur nú kvatt þessa jarðvist síðust í röð fjögurra bræðra og frændsystkina af annarri kynslóð afkomenda.

Margs er að minnast og margs að sakna, minningarnar um gömlu góðu dagana og yndislegar samverustundir gegnum árin streyma fram í hugann, ógleymanlegir tímar samveru afkomenda og þar stóðst þú í stafni, elsku Anna, á eyjunni þinni fögru Heimaey til hinstu stundar.

Elsku Anna mín, í hjarta mínu geymi ég yndislegar minningar um þig fyrir kærleikann, ástina, hlýjuna, faðmlagið og fallegu sálina sem þú varst!

Heyr mína, bæn mildasti blær.

Berðu kveðju mína' yfir höf.

Syngdu honum saknaðarljóð.

Vanga hans blítt vermir þú sól,

vörum mjúkum kysstu hans brá.

Ástarorð hvísla mér frá.

Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóðalag

flytjið honum, í indælum óði, ástarljóð mitt.

Heyr mína bæn, bára við strönd.

Blítt þú vaggar honum við barm,

þar til svefninn sígur á brá.

Draumheimi í dveljum við þá

daga langa, saman tvö ein.

Heyr mínar bænir og þrá.

(Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Hjartans þökk fyrir allt sem þú varst mér og gafst mér alla tíð!

Elsku Þura, Óli Birgir, börnin ykkar öll og ættboginn allur, missir ykkar er mikill. Megi Guð, englar og góðar vættir umvefja ykkur og styrkja í sorginni.

Sólrún Árnadóttir.