Bankar Ríkið á 42,5% hlut í Íslandsbanka, sem stendur til að selja.
Bankar Ríkið á 42,5% hlut í Íslandsbanka, sem stendur til að selja. — Morgunblaðið/Eggert
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Arctica Finance til að veita ráðuneytinu þjónustu og ráðgjöf varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Ríkið á 42,5% hlut í bankanum, sem til stendur að selja í opnu útboði

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Arctica Finance til að veita ráðuneytinu þjónustu og ráðgjöf varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Ríkið á 42,5% hlut í bankanum, sem til stendur að selja í opnu útboði.

Ríkið seldi 35% hlut í bankanum sumarið 2021 og 22,5% hlut í mars 2022. Bankasýsla ríkisins hafði þá umsjón með sölunni. Í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er þó ekki gert ráð fyrir aðkomu bankasýslunnar að sölunni.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggur fyrir samkomulag milli ríkisstjórnarflokkanna um að ljúka afgreiðslu frumvarpsins á yfirstandandi þingi.