„Hér hefur lögregla nóg að gera við að skilja slagsmálahunda,“ sagði í myndatexta með þessari mynd, sem birtist með greininni fyrir 60 árum.
„Hér hefur lögregla nóg að gera við að skilja slagsmálahunda,“ sagði í myndatexta með þessari mynd, sem birtist með greininni fyrir 60 árum.
„Umgangur unglinganna var með þeim endemum að annað eins hefur ekki sézt á Hreðavatni, þótt oft hafi verið sukksamt í útilegum,“ sagði í frétt í Morgunblaðinu 20. maí 1964. Í fréttinni sagði að hvítasunnuhelgina hefðu unglingar streymt í …

„Umgangur unglinganna var með þeim endemum að annað eins hefur ekki sézt á Hreðavatni, þótt oft hafi verið sukksamt í útilegum,“ sagði í frétt í Morgunblaðinu 20. maí 1964.

Í fréttinni sagði að hvítasunnuhelgina hefðu unglingar streymt í Borgarfjörðinn og hertekið Hreðavatn „svo stöðugan lögregluvörð varð að hafa til taks og verja hús og skepnur bænda á Hreðavatni.“

Í fréttinni, sem birtist á tveimur síðum í blaðinu, sagði að fólk hefði ekki haft svefnfrið í tvo daga. „Lýður þessi … valt um kófdrukkinn og þeytti flöskum og allskyns óþverra út um allt,“ sagði svo.

Viðmælendur blaðsins sögðu að unglingarnir hefðu verið illa til fara og virtist „svo sem þeir söfnuðust þarna saman eftir fyrirfram gerðri áætlun og ætluðu að fremja verknað sem ekki hentaði sparifötum.“

Sagði að þeir hefðu virst eiga nóg af peningum. Lögregla hefði gert upptækar 40 til 50 flöskur hjá þeim, en þrátt fyrir það flóði vínið. Unglingarnir hefðu ekki sagst vilja standa í illindum, en „vera í geimi“.