Iceland from Air Sýning á völdum verkum Sigurjóns stendur nú yfir.
Iceland from Air Sýning á völdum verkum Sigurjóns stendur nú yfir.
Í tilefni af nýútkominni ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Iceland from Air, stendur nú yfir ljósmyndasýning á völdum ljósmyndum úr bókinni í Portfolio gallerí. Segir í tilkynningu að í dag, 25

Í tilefni af nýútkominni ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Iceland from Air, stendur nú yfir ljósmyndasýning á völdum ljósmyndum úr bókinni í Portfolio gallerí. Segir í tilkynningu að í dag, 25. maí, klukkan 16 verði gestum gallerísins boðið upp á tónlistarviðburð á sýningunni þar sem hljóðfæraleikararnir Pétur Valgarð Pétursson og Þórarinn Sigurbergsson spili klassíska gítartónlist. Þá hafi Sigurgeir unnið við ljósmyndun frá 15 ára aldri og samanlagt telji útgefnar ljósmyndabækur með myndum eftir hann um tvo tugi. „Bókin Iceland from Air inniheldur ljósmyndir sem hann tók úr flugvél og þyrlu, af stórbrotnu landslagi hálendis Íslands.“