viibra Flautuseptettinn verður með útgáfutónleika á morgun í Hörpu.
viibra Flautuseptettinn verður með útgáfutónleika á morgun í Hörpu. — Ljósmynd/Anna Maggý
Flautuseptettinn viibra fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með tónleikum á morgun, sunnudag, kl. 21, í Norðurljósum Hörpu þar sem fjögur af verkum plötunnar verða frumflutt. ­Platan, sem ber heitið viibra, inniheldur verk eftir meðlimi septettsins,…

Flautuseptettinn viibra fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með tónleikum á morgun, sunnudag, kl. 21, í Norðurljósum Hörpu þar sem fjögur af verkum plötunnar verða frumflutt. ­Platan, sem ber heitið viibra, inniheldur verk eftir meðlimi septettsins, vini og samstarfsfólk og segir í tilkynningu að á plötunni sé margslunginn hljóðheimur flautunnar kannaður í gegnum spuna og fjölbreytta nálgun í tónlistarsköpun.

Flautuseptettinn var stofnaður haustið 2016 fyrir tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur í tengslum við gerð plötu hennar Utopia. Á árunum 2018 til 2023 ferðaðist viibra með Björk víða um heim með hina margrómuðu sýningu Cornucopia. Þá hefur Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur og myndlistarkona, unnið með viibra að sviðshreyfingum í að verða sjö ár og sér hún um sviðsetningu á útgáfutónleikunum. Margrét vinnur innan ýmissa forma og ólíkra miðla, einkum á sviði dans, myndlistar og skrifa.