Hljómsveitin Kiasmos.
Hljómsveitin Kiasmos. — Ljósmynd/Maximilian König
Janus Rasmussen og Ólafur Arnalds mynda saman hljómsveitina Kiasmos, sem heldur tónleika í Gamla bíói mánudaginn 27. maí. Janus Rasmussen situr fyrir svörum. Þegar forvitnast er um það hvernig Kiasmos hafi orðið að veruleika er það heldur skemmtileg saga

Janus Rasmussen og Ólafur Arnalds mynda saman hljómsveitina Kiasmos, sem heldur tónleika í Gamla bíói mánudaginn 27. maí. Janus Rasmussen situr fyrir svörum.

Þegar forvitnast er um það hvernig Kiasmos hafi orðið að veruleika er það heldur skemmtileg saga. „Ég var í hljómsveit á þeim tíma sem hét Bloodgroup, og Ólafur var hljóðmaðurinn okkar,“ segir Janus. „Eitt sumarið vorum við á tónleikaferðalagi um Ísland svo við tveir sátum fastir í bíl saman. Þar fórum við að spjalla og komumst að sameiginlegum áhuga okkar á raftónlist.“ Úr því varð að hljómsveitin Kiasmos var stofnuð árið 2009. Janus segir að stíll þeirra sé aðallega raftónlist, þó með klassísku umvafi, og notist þeir við til dæmis strengjahljóðfæri og píanó. Kiasmos heldur til Evrópu í tónleikaferðalag eftir tónleika sína á Íslandi nú á mánudaginn, og þeir munu gefa út sína aðra plötu 5. júlí.