Ísafjörður Bærinn er blómlegur.
Ísafjörður Bærinn er blómlegur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Leitað er sjónarmiða íbúa um uppbyggingu til framtíðar á fundum sem Vestfjarðastofa heldur í byggðum vestra á næstu dögum. Fyrir liggur lýsing svæðisskipulags landshlutans sem gilda mun 2025-2050. Einnig er í vinnslu endurskoðun á sóknaráætlun Vestfjarða og nú er horft til næstu fimm ára

Leitað er sjónarmiða íbúa um uppbyggingu til framtíðar á fundum sem Vestfjarðastofa heldur í byggðum vestra á næstu dögum. Fyrir liggur lýsing svæðisskipulags landshlutans sem gilda mun 2025-2050. Einnig er í vinnslu endurskoðun á sóknaráætlun Vestfjarða og nú er horft til næstu fimm ára.

„Vissulega eru til sviðsmyndir af Vestfjörðum framtíðar og eftir þeim er starfað. En við teljum líka mikilvægt að heyra sjónarmið fólks hér á svæðinu svo viðhorfa þess sjái stað í stefnunni. Ætlunin er síðan sú að svæðisskipulag og sóknaráætlun verði í fyllingu tímans að einhverju leyti sama mál; leiðarvísir um hvert stefna skal,“ segir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.

Fyrsti íbúafundurinn verður á Patreksfirði nk. mánudag. Á miðvikudag er fundað á Ísafirði og á fimmtudag kemur fólk saman á Hólmavík og Reykhólum. Á fundunum verður meðal annars erindi um loftslags- og orkuskiptaáætlanir sem eru mikilvægur liður í þessari vinnu. Einnig verður greint frá áhersluþáttum sóknaráætlunar sem tengst geta atvinnu, nýsköpun, menningu, menntun eða byggðaþróun.

„Góðar samgöngur eru undirstaða hér á Vestfjörðum og þar hefur mikið áunnist. Slíkt helst í hendur við að byggð hér er með fiskeldi komin í sterkari stöðu en var. En meira þarf til, svo sem í umhverfismálum, menntun og fleiru. Þar leitum við eftir sjónarmiðum íbúa með áminningu um að 2050 er ekki langt undan,“ segir Sigríður. sbs@mbl.is