Michael Gove, einn helsti framámaður Íhaldsflokksins, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í almennu þingkosningunum sem haldnar verða í Bretlandi hinn 4. júlí næstkomandi. Slæst hann þar í hóp 75 annarra þingmanna flokksins, sem þegar …

Michael Gove, einn helsti framámaður Íhaldsflokksins, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í almennu þingkosningunum sem haldnar verða í Bretlandi hinn 4. júlí næstkomandi. Slæst hann þar í hóp 75 annarra þingmanna flokksins, sem þegar hafa tilkynnt að þeir gefi ekki kost á sér í kosningunum.

Þá tilkynnti Jeremy Corbyn, fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, að hann myndi gefa kost á sér í Norður-Islington sem óháður þingmaður, en hann hefur verið þingmaður kjördæmisins frá 1983. Ákvað stjórn Verkamannaflokksins að reka Corbyn úr flokknum í gær.