Vandræði Paquetá er sakaður um að hafa fengið viljandi gul spjöld.
Vandræði Paquetá er sakaður um að hafa fengið viljandi gul spjöld. — AFP/Ben Stansall
Lucas Paqu­etá, miðjumaður West Ham, gæti átt yfir höfði sér tíu ára leikbann fyr­ir brot á veðmála­regl­um enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Paquetá er sakaður um að hafa fengið viljandi gul spjöld í leikjum liðsins og þannig aðstoðað aðra við að hagnast á veðmálum

Lucas Paqu­etá, miðjumaður West Ham, gæti átt yfir höfði sér tíu ára leikbann fyr­ir brot á veðmála­regl­um enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Paquetá er sakaður um að hafa fengið viljandi gul spjöld í leikjum liðsins og þannig aðstoðað aðra við að hagnast á veðmálum. Daily Mail greinir frá að sambandið hafi áður úrskurðað leikmennina Kynan Isaac og Bradley Wood í löng bönn fyrir svipuð brot. Isaac fékk tíu ára bann árið 2022 og Wood sex ára bann 2018.