Gleði Listamaðurinn Guðjón Bjarnason ásamt gestum á opnun sýningar.
Gleði Listamaðurinn Guðjón Bjarnason ásamt gestum á opnun sýningar.
IslANDs nefnist einkasýning sem Guðjón Bjarnason opnaði í vikunni í Habitat Centre í Delí á Indlandi. Á sýningunni má meðal annars sjá myndverk sem unnin eru „með blandaðri tækni á álplötur auk myndbandsverka er hverfast um hægfara…

IslANDs nefnist einkasýning sem Guðjón Bjarnason opnaði í vikunni í Habitat Centre í Delí á Indlandi. Á sýningunni má meðal annars sjá myndverk sem unnin eru „með blandaðri tækni á álplötur auk myndbandsverka er hverfast um hægfara umbreytingar svo og bækur með heildaryfirliti yfir verk Guðjóns. Listaverkin og sýningin í heild hafa í bakgrunni tilvísun í þá hnattrænu ógn sem stafar af hlýnun jarðar og sjávar vegna loftslagsbreytinga og ör áhrif þeirra á jökla jarðar,“ segir í viðburðarkynningu.

Þar er bent á að á Indlandi megi finna fjölda jökla sem séu „að bráðna á sama ógnarhraða og jöklar og ísbreiður norður- og suðurpóls. Þetta ástand mun á endanum leiða til þess að hafsjór mun kólna umhverfis Ísland og helstu vatnsuppsprettur Indlands munu þverra og hverfa.“ Í bæklingi með sýningunni skrifar Ásthildur Jónsdóttir listfræðingur: „Verk Guðjóns endurspegla tengsl manns og náttúru. Mannleg hegðun er grunnþáttur fyrirbæra hans, ummerkja er manneskjan skilur eftir eftir tilvist sína.“