Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, sunnudaginn 26. maí, kl. 20. Segir í tilkynningu að um sé að ræða árlega tónleika hljómsveitarinnar þar sem frumflutt verður ný íslensk tónlist eftir ólíka íslenska höfunda

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, sunnudaginn 26. maí, kl. 20. Segir í tilkynningu að um sé að ræða árlega tónleika hljómsveitarinnar þar sem frumflutt verður ný íslensk tónlist eftir ólíka íslenska höfunda. Þá eru höfundar ársins þeir Ásgeir J. Ásgeirsson, Björg Cathrine Blöndal, Hafdís Bjarnadóttir, Ingibjörg Turchi, Samúel J. Samúelsson, Sigurður Flosason, Daniel Nolgård og Veigar Margeirsson. Stjórnandi er Samúel J. Samúelsson.