Jesn Stoltenberg
Jesn Stoltenberg
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að bandalagið stæði með Eistlandi eftir að rússneskir landamæraverðir ákváðu í skjóli nætur að taka niður um 20 baujur af Narva-ánni, sem markað hafa landamæri ríkjanna á ánni

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að bandalagið stæði með Eistlandi eftir að rússneskir landamæraverðir ákváðu í skjóli nætur að taka niður um 20 baujur af Narva-ánni, sem markað hafa landamæri ríkjanna á ánni.

Sagði Stoltenberg í gær að NATO væri reiðubúið til að verja fullveldi Eistlands gegn öllum ógnum vegna atviksins.

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði fyrr um daginn að ögranir Rússa síðustu daga vegna landamæra í Eystrasalti væru óásættanlegar. Hafa Eistar krafist þess að baujurnar verði settar aftur upp þegar í stað.