— AFP/I-Hwa Cheng
Wu Qian, talsmaður kínverska varnarmálaráðuneytisins, sakaði í gær Lai Ching-te, forseta Taívan-eyju, um að hafa ögrað Kínverjum og grafið undan stefnunni um „eitt Kína“. Sagði Wu að Lai hefði „ýtt samlöndum okkar á Taívan í…

Wu Qian, talsmaður kínverska varnarmálaráðuneytisins, sakaði í gær Lai Ching-te, forseta Taívan-eyju, um að hafa ögrað Kínverjum og grafið undan stefnunni um „eitt Kína“. Sagði Wu að Lai hefði „ýtt samlöndum okkar á Taívan í stórvarasama stöðu stríðs og hættu.“ Ummæli Wus féllu sama dag og taívanska varnarmálaráðuneytið sagði að 62 kínverskar herþotur hefðu sést í nágrenni við Taívan og þar af hefðu 42 þeirra farið inn fyrir loftvarnasvæði eyjunnar.

Sagði Wu að Kínverjar myndu svara ögrunum Taívana jafnt og þétt allt þar til „algjör sameining við móðurlandið hefði náðst“ en Kínverjar luku í gær tveggja daga heræfingu sem átti að kanna getu Kínverja til þess að hertaka eyjuna. Var mikill viðbúnaður á Taívan í gær vegna æfingarinnar.