Myndlist Listakonan Helga Páley umkringd verkum sínum.
Myndlist Listakonan Helga Páley umkringd verkum sínum.
Tvær sýningaropnanir verða í Listvali í dag, laugardag. Þá verða opnaðar sýningarnar Flauelstjald með verkum eftir Helgu Páleyju og Púls með verkum eftir Hólmfríði Sunnu Guðmundsdóttur

Tvær sýningaropnanir verða í Listvali í dag, laugardag. Þá verða opnaðar sýningarnar Flauelstjald með verkum eftir Helgu Páleyju og Púls með verkum eftir Hólmfríði Sunnu Guðmundsdóttur.

Teikningin hefur verið leiðandi í verkum Helgu Páleyjar frá upphafi og er hún í tilkynningu sögð kanna mörk miðilsins með því að yfirfæra teikninguna á striga og aðra miðla. „Á sýningunni Flauelstjald má sjá verk á pappír og striga þar sem teikningin er, eins og áður, undirstaða verkanna. Tjaldið sem er leiðandi myndefni í verkunum er táknmynd hugmyndar eða fyrirbæris sem mann langar að kanna meira.“

Á sýningunni Púls tekst Hólmfríður Sunna á við „síkvikt eðli og óróleika náttúrunnar, þar sem allt springur út og að lokum dofnar. Ryþmískar og léttar pensilstrokur endurspegla reglubundið flæði og púls sköpunarverksins. Rík efnis­kennd og áferð eru áberandi en þau gefa óljósa tilfinningu hvort um sé að ræða hold, landslag, örheim eða kynjaverur,“ segir m.a. í tilkynningunni.