Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson
Nýjar tölur frá Eurostat sýna, að sögn Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns, að ekkert lát sé á innflæði flóttamanna í álfuna. Í febrúar í ár hafi 75.445 sótt um hæli, alþjóðlega vernd, í fyrsta sinn í ríkjum ESB og hafi aldrei verið fleiri. Bretland, sem slapp með herkjum út úr ESB, er ekki inni í þessum tölum. Við þetta bættust umsækjendur sem voru að sækja um á ný og voru einnig fleiri en áður.

Nýjar tölur frá Eurostat sýna, að sögn Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns, að ekkert lát sé á innflæði flóttamanna í álfuna. Í febrúar í ár hafi 75.445 sótt um hæli, alþjóðlega vernd, í fyrsta sinn í ríkjum ESB og hafi aldrei verið fleiri. Bretland, sem slapp með herkjum út úr ESB, er ekki inni í þessum tölum. Við þetta bættust umsækjendur sem voru að sækja um á ný og voru einnig fleiri en áður.

Sigurður Már segir að 43 milljónir manna innan ESB séu fæddar utan þess, eða um 9% af heildarfjöldanum þar. Í febrúar hafi Sýrlendingar áfram verið fjölmennastir flóttamannanna, þá Afganar og Venesúelabúar í þriðja sæti.

Enn fremur segir hann að stefnubreyting sé að verða víða og óeining ríki innan ESB um stefnuna í þessum málum: „Þannig hafa Finnar nú tilkynnt verulega breytingu á landamæravörslu sinni en þeir hafa brugðið á það ráð að loka landamærum að Rússlandi. Var það gert í kjölfar þess að Rússar beindu straumi innflytjenda inn til Finnlands, bragð sem Rússar hafa beitt áður, sem og fleiri. Finnar hafa boðað breytingu á innflytjendalöggjöf sinni sem gerir þeim meðal annars heimilt að hætta að taka við fólki sem sækir um alþjóðlega vernd. Einnig yrði gert auðveldara að vísa fólki úr landi. Finnar segja hverju landi nauðsynlegt að ráða eigin landamærastefnu. Klofningurinn í Evrópu um stefnu í þessum málaflokki staðfestist þarna enn betur.“