Bókverk og bókaskúlptúrar verða til sýnis.
Bókverk og bókaskúlptúrar verða til sýnis.
Sýningin Endurlesa hefur verið opnuð í Nýlistasafninu. Endurlesa er hluti af Bókverkamarkaðinum í Reykjavík. Á sýningunni verða til sýnis ýmis bókverk úr safneign Nýló, þar á meðal verk eftir Dieter Roth, Jan Voss, Rúnu Þorkelsdóttur, Þorvald…

Sýningin Endurlesa hefur verið opnuð í Nýlistasafninu. Endurlesa er hluti af Bókverkamarkaðinum í Reykjavík. Á sýningunni verða til sýnis ýmis bókverk úr safneign Nýló, þar á meðal verk eftir Dieter Roth, Jan Voss, Rúnu Þorkelsdóttur, Þorvald Þorsteinsson, Philip Corner, Alison Knowles, Sigríði Björnsdóttur og fleiri.

„Þetta litla yfirlit veitir góða yfirsýn yfir það gríðarstóra svið sem bókverkasafn Nýló spannar,“ segir í tilkynningu. Ásamt bókverkunum eru einnig til sýnis skúlptúrar sem nota bókina sem efnivið. Endurlesa verður til sýnis í Limbo-rými safnsins og verður opin yfir sumarið.