Arndís Ósk Hauksdóttir
Arndís Ósk Hauksdóttir
Kristni hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og kristið fólk er ofsótt um heim allan.

Arndís Ósk Hauksdóttir

Ótti er ein af frumkenndum mannsins og hann getur stafað bæði af líkamlegri hættu og einnig af ótta við afkomu viðkomandi, fjölskyldu og jafnvel þjóðar.

1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki og 17. júní 1944 varð lýðveldið Ísland til. Hart hafði verið barist til að ná þessu fram og upp frá því fór Ísland að færast frá mikilli fátækt til auðugs samfélags. Erum við að sofna yfir því hve mikilvægt það er að halda fullveldi okkar og sjálfstæði? Mannkynssagan er full af sögum um hvernig fer glati land sínu fullveldi. Við eigum auðugar auðlindir sem mikil ásókn er í. Hvað ef við missum fullveldið og auðlindirnar í hendur alþjóðasamtaka? Svarið er að þá verðum við aftur fátæk og ráðum engu um hag lands og þjóðar.

Fyrst skal nefna bókun 35, en verði hún að lögum munu lög ESB verða æðri landslögum, þeim lögum er Alþingi setur. Brot af fullveldinu því afsalað í annarra hendur og er það brot á stjórnarskrá Íslands. Í öðru lagi vill WHO eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fá fullt vald á öllum sóttvörnum hinna 194 aðildarríkja sinna. Mörg þeirra hafa sagt nei við yfirráðum WHO en ekki Ísland. Ætla íslenskir ráðmenn að láta af hendi annað brot af fullveldinu þann 26. maí 2024.

Frumvarp til laga um sóttvarnir liggur nú á vef Alþingis og þar er verið að aðlaga lögin að stefnu WHO. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þau, en þar stendur m.a.: „4. gr. 7. Inngrip: Götun eða skurður í húð eða ísetning áhalds eða framandi efnis í líkamann eða rannsókn á líkamsholi. 22. gr. Sóttvarnalæknir getur leitað aðstoðar lögreglu við að framfylgja ákvörðunum sem teknar eru samkvæmt þessu ákvæði, eftir atvikum með líkamlegri valdbeitingu, beri nauðsyn til.“

Fer hrollur um fleiri en mig? Öll vitum við að til þess að slíkt verði að lögum þarf undirskrift forseta Íslands. Ég upplifi þá tíma er við lifum á viðsjálverða og hættulega og því gleðst ég yfir því að í framboði til forseta Íslands skuli vera maður sem sýnt hefur og sannað að hann stendur fast á sinni sannfæringu og er ekki tengdur inn í þau alþjóðasamtök sem þrýsta á um æ meiri áhrif hér á landi. Þessi maður er Arnar Þór Jónsson sem hefur þá hugsjón að Ísland verði áfram fullvalda ríki og mun leita til þjóðarinnar í slíkum málum. Þessi barátta er hörð og það er undarlegt að horfa upp á frambjóðandann svívirtan fyrir það eitt að vera kristinn maður sem vill lifa eftir þeim gildum sem skapað hafa þessa þjóð frá árinu 1000. Að setja slíkan mann í „nasistaklæði“ er í senn ljótt og svo ótrúlega rangt. Og segir ekkert um Arnar Þór en allt um teiknarann. Kannski er það tímanna tákn að ráðist skuli vera á mann fyrir það að lifa eftir kristnum gildum. Kristni hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og kristið fólk er ofsótt um heim allan. Kristinfræði hefur verið tekin úr skólum og því stefnir í að næstu kynslóðir muni ekki þekkja sinn menningararf.

Ég er mikill dýraverndunarsinni og lærði ung að dýrum skuli ávallt sýnd umhyggja. Það fyrsta sem ég las eftir Arnar Þór var grein um dýravernd sem sýndi vel hans innri mann. Síðan hef ég sótt í að lesa allt sem hann skrifar og einnig hlustað á mörg erindi og framsögu af hans hálfu og álit mitt á honum hefur sífellt aukist. Hef einnig kynnst honum persónulega og ekki versnaði álit mitt er ég kynntist hans frábæru konu, Hrafnhildi Sigurðardóttur, ásamt myndarlegum barnahópi þeirra hjóna. Þekkið þið alþjóðasamtökin WEF (World economic forum)? Hópur hinna ofsaríku sem stefnir á alheimsstjórn? Of langt mál er að útskýra ætlanir þeirra hér í stuttri grein en nefna má tilfærslu eigna á fáar hendur, orkuskort, matarskort, áherslu á kynfræðslu barna og mikla fækkun mannkyns. Stefnir á „The great reset“ (Endurræsinguna miklu). WEF stýrir að miklu leyti lyfjarisunum og fjármagnar allt að 80% WHO, sem T.A. Ghebreyesus stýrir, en gegn honum var lögð fram ákæra 1.12. 2020 vegna stríðsglæpa framinna í Eþíópíu þar sem hann sat í ríkisstjórn. Ákæran liggur einhverra hluta vegna ennþá hjá Alþjóðadómstólnum í Haag. Síðan hafa fleiri ákærur komið fram á hendur honum. Í upphafi nefndi ég ótta. Ég er óttaslegin vegna barnanna okkar, landsins okkar. Spurningin er: Hvort viltu mann sem mun standa í fæturna gegn öllum áformum slíkra samtaka eða forseta sem vinnur með þeim? Guð hjálpi öllum börnum Íslands og sjálfu landinu okkar, Íslandi.

Höfundur er pastor emeritus.