John Legend er einn dómaranna í The Voice.
John Legend er einn dómaranna í The Voice. — AFP/Theo Wargo
Tónlist Úrslitakvöld The Voice fór fram síðastliðinn mánudag, en í þeirri söngvakeppni flytja keppendur lög fyrir dómara þar til aðeins einn stendur eftir. Sigurvegari keppninnar í ár er Asher HaVon, en hann er einnig fyrsti sigurvegari keppninnar sem er opinberlega samkynhneigður

Tónlist Úrslitakvöld The Voice fór fram síðastliðinn mánudag, en í þeirri söngvakeppni flytja keppendur lög fyrir dómara þar til aðeins einn stendur eftir. Sigurvegari keppninnar í ár er Asher HaVon, en hann er einnig fyrsti sigurvegari keppninnar sem er opinberlega samkynhneigður. Hann tjáir sig um það í viðtali við etonline.com, þar sem hann segist vera stoltur meðlimur hinseginsamfélagsins og vonar að hann hafi veitt hinsegin fólki innblástur til þess að láta drauma sína rætast líkt og hann gerði.