Hjörleifur Guttormssson
Hjörleifur Guttormssson
Ber Katrín Jakobsdóttir þó af sökum persónueiginda sinna

Hjörleifur Guttormssson

Sá sem þetta ritar hefur allt frá miðri síðustu öld fylgst með kosningum til embættis forseta Íslands. Allar voru þær eftirminnilegar og mikilvægar eins og sú kosning sem fram fer innan skamms. Margt ágætisfólk er nú vissulega í framboði, en í þeim hópi ber Katrín Jakobsdóttir þó af sökum persónueiginda sinna og óvenju fjölbreyttrar reynslu á opinberum vettvangi.

Þegar völ er á einstaklingi sem búinn er slíkum kostum er ábyrgð kjósenda mikil. Ég vil því hvetja sem flesta til að nýta sér kosningaréttinn og velja Katrínu í embætti forseta á Bessastöðum.

Höfundur er náttúrufræðingur.