Stórafmæli Ferill Daða Guðbjörnssonar listamanns spannar yfir 40 ár.
Stórafmæli Ferill Daða Guðbjörnssonar listamanns spannar yfir 40 ár.
Daði Guðbjörnsson listmálari opnar sýningu á 70 verkum sínum í dag klukkan 14 í Gallerí Fold. Sýningin, sem ber yfirskriftina Léttleiki andans, mun standa til 22. júní en hún er haldin í tilefni af því að í ár fagnar listamaðurinn 70 ára afmæli sínu

Daði Guðbjörnsson listmálari opnar sýningu á 70 verkum sínum í dag klukkan 14 í Gallerí Fold. Sýningin, sem ber yfirskriftina Léttleiki andans, mun standa til 22. júní en hún er haldin í tilefni af því að í ár fagnar listamaðurinn 70 ára afmæli sínu.

Kemur fram í tilkynningu að Daði eigi að baki farsælan og afkastamikinn feril sem spanni yfir 40 ár og að á sýningunni gefi að líta fjölda olíuverka ásamt vatnslitaverkum sem mörg hafi ekki verið sýnd áður. „Höfuðeinkenni Daða birtust snemma á ferlinum með öflugri litanotkun og spíralformum. Táknmyndir sem vísa í aðra heima tengja sjálfsprottið sköpunarferli listamannsins í óráðið samhengi fantasíu við umheiminn.