Kveðja? Erik ten Hag gæti stýrt United í síðasta sinn í dag.
Kveðja? Erik ten Hag gæti stýrt United í síðasta sinn í dag. — AFP/Adrian Dennis
Erik ten Hag verður líklega rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United eftir úrslitaleik liðsins í bikarkeppninni á Englandi gegn Manchester City á Wembley í dag. Enski fjölmiðillinn The Guardian hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum og segir að sigur gegn City myndi ekki breyta neinu

Erik ten Hag verður líklega rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United eftir úrslitaleik liðsins í bikarkeppninni á Englandi gegn Manchester City á Wembley í dag. Enski fjölmiðillinn The Guardian hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum og segir að sigur gegn City myndi ekki breyta neinu. Ákvörðun hafi þegar verið tekin. United endaði i 8. sæti úrvalsdeildarinnar og kemst ekki í Evrópukeppni nema með sigri gegn City í dag.