„Það eru margir metrar af tómum hillum í matvöruverslunum,“ segir Baldvin Harðarson, íbúi í Þórshöfn, spurður hvernig ástandið sé í Færeyjum vegna verkfalls. „Skip sigla bara fram hjá, eins og til dæmis frá Eimskip og Samskipum

„Það eru margir metrar af tómum hillum í matvöruverslunum,“ segir Baldvin Harðarson, íbúi í Þórshöfn, spurður hvernig ástandið sé í Færeyjum vegna verkfalls.

„Skip sigla bara fram hjá, eins og til dæmis frá Eimskip og Samskipum. Þú getur ekki bundið skip við bryggju einu sinni,“ segir Baldvin.

„Það er næstum því á hverjum degi sem einhverjum skóla er lokað,“ segir Baldvin. Skýringin sé sú að vegna verkfallsins hafi ekki verið hægt að þrífa skólana. Spurður hvort ekki fari að sjá fyrir endann á verkföllunum svarar Baldvin því neitandi. » 6