50 ára Eiður er Borgnesingur, fæddur á Akranesi en hefur alltaf búið í Borgarnesi. Hann hefur starfað í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi frá 1997 og var valinn Borgnesingur ársins árið 2022 fyrir störf sín

50 ára Eiður er Borgnesingur, fæddur á Akranesi en hefur alltaf búið í Borgarnesi. Hann hefur starfað í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi frá 1997 og var valinn Borgnesingur ársins árið 2022 fyrir störf sín. Hann er trúnaðar­maður innan íþróttamannvirkja í Borgarbyggð. Áhugamálin eru íþróttir og ferðalög.


Fjölskylda Eiginkona Eiðs er Genalyn Sigurðsson, f. 1990 á Filippseyjum, vaktstjóri hjá N1. Foreldrar Eiðs voru hjónin Sigurður Eiðsson, f. 1936, d. 2019, vann hjá Vírneti, og Jónasína Elísabet Halldórsdóttir, f. 1946, d. 2024, vann hjá Vírneti. Þau voru búsett í Borgarnesi.