Aþena Valsmenn fagna glæsilegum árangri með Evrópubikarinn eftir seinni úrslitaleikinn gegn Olympiacos á laugardagskvöldið.
Aþena Valsmenn fagna glæsilegum árangri með Evrópubikarinn eftir seinni úrslitaleikinn gegn Olympiacos á laugardagskvöldið. — Morgunblaðið/Jóhann Ingi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Valur skrifaði nýjan kafla í íslenska handboltasögu með því að tryggja sér Evrópubikarmeistaratitil karla í Aþenu á laugardagskvöldið með sigri á Olympiacos í vítakeppni. Grikkirnir unnu seinni leik liðanna 31:27 en Valur þann fyrri 30:26, þannig að liðin voru jöfn, 57:57

Í Aþenu

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Valur skrifaði nýjan kafla í íslenska handboltasögu með því að tryggja sér Evrópubikarmeistaratitil karla í Aþenu á laugardagskvöldið með sigri á Olympiacos í vítakeppni. Grikkirnir unnu seinni leik liðanna 31:27 en Valur þann fyrri 30:26, þannig að liðin voru jöfn, 57:57.

Í vítakastkeppni höfðu Valsmenn betur, 5:4, skoruðu úr öllum sínum vítum, og urðu þar með fyrstir íslenskra félagsliða til að vinna Evrópukeppni.

Olympiacos var fjórum til átta mörkum yfir nær allan leikinn en Magnús Óli Magnússon skoraði markið dýrmæta tíu sekúndum fyrr leikslok og minnkaði muninn í 31:27.

Ég er enn dofinn og á eftir að jafna mig á þessu. Ég er búinn að vera lengi í Val, þetta er 25. tímabilið mitt og það er 25. maí í dag. Það var skrifað í skýin að eitthvert íslenskt lið myndi gera þetta. Við erum stórkostleg íþróttaþjóð, sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals við Morgunblaðið eftir leikinn en ítarlega umfjöllun um leikinn í máli og myndum ásamt fjölmörgum viðtölum er að finna á mbl.is/sport/handbolti. Sjá einnig bls. 2.