Hetjan Símon Michael Guðjónsson skoraði sigurmarkið í gærkvöld.
Hetjan Símon Michael Guðjónsson skoraði sigurmarkið í gærkvöld. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Símon Michael Guðjónsson tryggði FH sigur á Aftureldingu, 27:26, í þriðja úrslitaleik liðanna á Íslandsmóti karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld með marki á lokasekúndunni. Þar með er staðan í einvíginu 2:1, FH-ingum í vil, og þeir geta því …

Símon Michael Guðjónsson tryggði FH sigur á Aftureldingu, 27:26, í þriðja úrslitaleik liðanna á Íslandsmóti karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld með marki á lokasekúndunni.

Þar með er staðan í einvíginu 2:1, FH-ingum í vil, og þeir geta því orðið Íslandsmeistarar á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða sinn í Mosfellsbæ.

Afturelding þarf hins vegar sigur til þess að knýja fram úrslitaleik í Kaplakrika, sem þá færi fram næsta sunnudagskvöld.

Allt stefndi í framlengingu eftir að Jakob Aronsson jafnaði fyrir Aftureldingu, 26:26, þegar nokkrar sekúndur voru eftir. FH-ingar náðu hins vegar að keyra í hraða sókn þar sem Aron Pálmarsson kom boltanum á Símon sem skoraði.

Jóhannes Berg Andrason skoraði sex mörk fyrir FH, Aron og Símon fimm hvor og Jón Bjarni Ólafsson fjögur. Daníel Freyr Andrésson varði níu skot, þar á meðal vítakast í stöðunni 25:25.

Blær Hinriksson og Þorsteinn Leó Gunnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Aftureldingu og Ihor Kopyshynskyi fjögur en Jovan Kukobat varði 15 skot í marki Mosfellinga.