Marta Jóns Hjördísardóttir
Marta Jóns Hjördísardóttir
Marta Jóns Hjördísardóttir hefur verið ráðin talskona sjúklinga á Landspítalanum. Starfið er nýtt stöðugildi hjá Landspítalanum, sem hefur sett sér þá stefnu að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur, auka samtal við…

Marta Jóns Hjördísardóttir hefur verið ráðin talskona sjúklinga á Landspítalanum. Starfið er nýtt stöðugildi hjá Landspítalanum, sem hefur sett sér þá stefnu að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur, auka samtal við sjúklingasamtök og að halda áfram að bæta ferli umbóta í kjölfar athugasemda sjúklinga.

Marta útskrifaðist með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2010, MPM-gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík 2017 og er nú að ljúka við MS-gráðu í hjúkrunarstjórnun frá Háskóla Íslands.

Marta hefur starfað á Landspítalanum síðan 2007 og sinnt ýmsum verkefnum innan spítalans.