— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Miklar viðgerðir standa yfir á Húsi verslunarinnar og á að endurnýja húsið frá a til ö, að sögn Martens Inga Lövdahl húsvarðar. Í samtali við Morgunblaðið segir Marten að viðgerðirnar hafi staðið yfir í þrjú ár en áætlað er að þeim ljúki í haust

Miklar viðgerðir standa yfir á Húsi verslunarinnar og á að endurnýja húsið frá a til ö, að sögn Martens Inga Lövdahl húsvarðar. Í samtali við Morgunblaðið segir Marten að viðgerðirnar hafi staðið yfir í þrjú ár en áætlað er að þeim ljúki í haust. Marten segir að tími hafi verið kominn á að húsið fengi yfirhalningu, en búið er að koma fyrir stillönsum og neti við húsið, sem fara ekki fram hjá vegfarendum. Að utan á að múra og steina húsið upp á nýtt og að innan á að skipta um nær allt innra kerfið.